<$BlogRSDUrl$>

30 March, 2006

það gerðist soldið skrítið í dag. Ég og vinkona mín fórum að fá endurgreiddan áshátíðarmiðann því að við vorum báðar veikar á árshátíðinni og við fórum inn á skrifstofu skólastjórans og það voru hangandi tvær myndir innrammaðar, fyrst var ég ekkert að pæla í þeim en svo sá ég að þetta voru myndir eftir mig! hann var með tvær myndir , ein af húsi og ein af alsberi konu
er það bara ég eða er þetta soldið skrýtið?

|
það er stórhættulegt að fara heim til ömmu í matarboð, sérsaklega þegar manni er illt í maganum. það er svo margt gott á boðstólnum að þegar ég var búin að borða fékk ég þennann rosalega magasting.
ég ætla að fara í skólann í dag þó ég sé ekkert mikið betri.

|

29 March, 2006

hvað er málið með mig? ég hélt að ég væri búin með veikirnar. ég er núna búin að vera veik í þrjá daga með magapínu og bara fyrir nokkrum dögum var ég veik með barkabólgu í tvær vikur. annars hefur ekki mikið gerst síðan 9 feb, en ég er að fara að fermast 17. apríl í Hallgrímskirkju og það er frekar stutt miðað við það í leikskóla þá var alltaf óra langt í allt en það eru bara 19 dagar þangað til og rúmlega þrú ár í að ég fái bílpróf, það er reyndar aðeins lengra þangað til en ég get alveg beðið.
og frá kisunni minni að seigja að hún er enþá jafn mikil dúlla og hún hefur alltaf verið en hún er alltaf að stækka og fitna og nú er hún orðin tveggja ára. Í skólanum gengur allt bara ágætlega þó það sé frekar þreytandi og fimmta stigs prófið hefur verið fært fram á haust og mamma var að segja við mig í morgun að ég þyrfti að æfa mig í einn klukkutíma í allt sumar til að ég mætti fara með pabba til parísar í haust.
Fermingar undirbúningurinn gengur mjög vel og það er næstum búiða að redda öllu, skreytingum, fermingarfötunumbara við erum ekki alveg búin að ákveða hvernig matur á að vera bara að amma ætlar að baka kökuna.
þetta var það sem er búið að gerast frá 9. febrúar.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com